10 ára samfellt starfsafmæli hjá starfsmanni ProMat ehf.

Promat ehf. birti undir Fréttir

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, eða Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið samfellt hjá ProMat síðan þann 14.08.2008.

Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og er með B.Sc í Líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Góa starfar í dag sem tæknilegur stjórnandi hjá ProMat og sér um daglegan rekstur rannsóknastofunnar, er einnig staðgengill gæðastjóra, auk þess sem hún sér um ýmis verkefni tengd ráðgjöf.

Óskum við Góu til hamingju með árin 10, auk þess sem við vonumst til að fá að njóta starfskrafta hennar um ókomin ár.Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*