Fræðslu- og umræðufundur um útflutning matvæla til Tollabandalagsins – 11.nóv n.k.

11/11/2015, 13:00 - 17:00

Vegna vertíðabundinna álagstíma hjá fyrirtækjum þessar vikurnar höfum við ákveðið að fresta umræðufundinum þar til 11. nóvember n.k.

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í framhaldinu var ákveðið að Sýni myndi kynna sér gildandi reglugerðir og  helstu athugasemdir sem fram hafa komið í úttektum og standa fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og gefa út staðfestingu á þátttöku.

Efni fundarins:

  • Farið yfir hvaða reglugerðir gilda um innflutning í Tollabandalaginu fyrir matvæli úr dýraríkinu
  • Helstu kröfur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að flytja matvæli til Tollabandalagsins
  • Farið yfir úttektalista frá MAST
  • Farið yfir helstu athugasemdir sem gerðar hafa verið í heimsóknum rússneskra úttektaaðila
  • Sýnatökuáætlanir fyrir kjöt og fisk
  • Úrbótaáætlanir

Rússa-fundur

 

Hér má sjá auglýsingu með nánari upplýsingum um verð og annað

Auglýsing – fundur um útflutning til Tollabandalagsins

Loading Map....