Fréttir

Nýr starfsmaður hjá Promat ehf.

Um síðastliðin mánaðarmót hóf Guðný Jónsdóttir störf hjá Promat.

Guðný er að klára B.Sc. í Heilbrigðislíftækni frá Viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri í vor. Guðný mun starfa sem sérfræðingur hjá Promat. Við óskum Guðnýju velfarnaðar í starfi og hlökkum til að vinna með henni í framtíðinni.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið – Sannprófun – Innri úttektir – Akureyri 11. mars.

11/03/2021, 08:30 – 12:30

Námskeið fyrir starfsmenn matvælafyrirtækja, framleiðslufyrirtækja og aðra sem hafa áhuga á innri úttektum.

6 klst. námskeið sem skiptist í fyrirlestra og verklegan hluta. 

Efni námskeiðs má finna hér.

Tími:

11. mars 2021,  kl.: 8:30-12:30

18. mars 2021, kl.: 10-12  (í þessum tíma er farið yfir heimavinnu á Teams)

Staður: Akureyri (nánari staðsetning verður auglýst síðar)

Verð: 48.500 kr.- *

Skráning

  • Innifalið í verði eru léttar veitingar og námskeiðsgögn.
  • Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara. 

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Öskudagur 2020 hjá ProMat

Fjöldinn allur af krökkum komu og sungu fyrir okkur hjá ProMat á öskudaginn og var þetta hin besta skemmtun og tilbreyting fyrir okkur. Takk fyrir sönginn krakkar og gaman að sjá hvað mikill metnaður er í búningahönnun.  Við fegnum góðfúslegt leyfi til að taka og birta myndir af þeim og því koma hér myndir af hópunum sem heimsóttu okkur í dag.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfamessa 7. febrúar 2020

ProMat tók þátt í Starfamessu grunnskóla Akureyrar þann 7. febrúar 2020

Yfir 600 krakkar úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Fjöldinn allur af fyrirtækjum var á staðnum og kynnti sig og sínar starfsgreinar.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir