Um síðastliðin mánaðarmót hóf Guðný Jónsdóttir störf hjá Promat.
Guðný er að klára B.Sc. í Heilbrigðislíftækni frá Viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri í vor. Guðný mun starfa sem sérfræðingur hjá Promat. Við óskum Guðnýju velfarnaðar í starfi og hlökkum til að vinna með henni í framtíðinni.
Innifalið í verði eru léttar veitingar og námskeiðsgögn.
Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.
Fjöldinn allur af krökkum komu og sungu fyrir okkur hjá ProMat á öskudaginn og var þetta hin besta skemmtun og tilbreyting fyrir okkur. Takk fyrir sönginn krakkar og gaman að sjá hvað mikill metnaður er í búningahönnun. Við fegnum góðfúslegt leyfi til að taka og birta myndir af þeim og því koma hér myndir af hópunum sem heimsóttu okkur í dag.
ProMat tók þátt í Starfamessu grunnskóla Akureyrar þann 7. febrúar 2020
Yfir 600 krakkar úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Fjöldinn allur af fyrirtækjum var á staðnum og kynnti sig og sínar starfsgreinar.