Fréttir

Námskeið á vorönn 2019 hjá Matvælaskólanum hjá Sýni


Matvælaskólinn hjá Sýni    
21.-22. janúar  BRC staðallinn
30.-31. jan. og 1. febrúar    HACCP 3
6. febrúar    HACCP 2 – (túlkað á pólsku)
12. febrúar    Rekjanleikastaðlar – MSC, RFM, IFFO
15. febrúar    Sannprófun – Innri úttektir
26. og 28. febrúar    Merkingar matvæla
6. mars    Orsakagreining – Áhættumiðaðar lausnir
20.-21. og 25.-26. mars    HACCP 4
 – Athugið að sum námskeiðin eru aðeins kennd 1-2 sinnum á ári.
Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsmaður ProMat, Katja Laun er 40 ára í dag 9. nóvember 2018

Starfsmaður ProMat, Katja Laun er 40 ára í dag 9. nóvember 2018. Katja hefur starfað sem sérfræðingur hjá ProMat með hléum frá árinu 2004. Katja er lærður lífeindafræðingur og einn af reyndari starfsmönnum ProMat.  Katja gengur í flest öll störf á rannsóknastofunni, sér einnig um hreinlætisúttektir og sýnatökur fyrir ProMat og er í gæðaráði ProMat.  Óskum við Kötju innilega til hamingju með daginn og vonum að hún eigi ánægjulegan dag.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Inga Ósk Jónsdóttir lætur af störfum hjá ProMat í dag.

Inga Ósk Jónsdóttir, sem starfað hefur  hjá ProMat sem sérfræðingur síðan vorið 2016, lætur af störfum hjá ProMat í dag. Inga stefnir á mastersnám í Cranfield University á Englandi næsta árið í Food Chain Systems. Um leið og við þökkum Ingu fyrir vel unnin störf og ánægjuleg kynni, óskum við henni velfarnaðar í náminu og vonumst auðvitað til að hitta hana í framtíðinni og fræðast um þetta áhugaverða nám.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

10 ára samfellt starfsafmæli hjá starfsmanni ProMat ehf.

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, eða Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið samfellt hjá ProMat síðan þann 14.08.2008.

Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og er með B.Sc í Líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Góa starfar í dag sem tæknilegur stjórnandi hjá ProMat og sér um daglegan rekstur rannsóknastofunnar, er einnig staðgengill gæðastjóra, auk þess sem hún sér um ýmis verkefni tengd ráðgjöf.

Óskum við Góu til hamingju með árin 10, auk þess sem við vonumst til að fá að njóta starfskrafta hennar um ókomin ár.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Nýr starfsmaður hjá ProMat ehf

Í gær barst okkur hjá ProMat mikill liðsstyrkur. Eydís Elva Þórarinsdóttir hóf störf hjá ProMat. Eydís er með B.Sc. í Líftækni og með M.Sc. í Auðlindafræði, hvoru tveggja frá Viðskipta- og raunvísindasviði frá Háskólanum á Akureyri. Eydís mun starfa sem sérfræðingur hjá ProMat. Við óskum Eydísi velfarnaðar í starfi og hlökkum til að vinna með henni í framtíðinni.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat lokar kl. 14:30 á föstudaginn 22.06.18

ProMat lokar kl. 14:30 á föstudaginn 22.06.18

  

                          Ísland – Nígería

                     Allir að horfa á leikinn                                                      

                 Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!

     Erum með síma ef eitthvað er – 864-3810

                       Kveðjur, starfsfólk ProMat  

             

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir