Fréttir

Starfamessa 7. febrúar 2020

ProMat tók þátt í Starfamessu grunnskóla Akureyrar þann 7. febrúar 2020

Yfir 600 krakkar úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Fjöldinn allur af fyrirtækjum var á staðnum og kynnti sig og sínar starfsgreinar.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Loftlagsyfirlýsing Festu og Akureyrarbæjar

Þann 16. september síðastliðinn skrifaði ProMat undir loftlagsyfirlýsingu við Festu og Akureyrarbæ. Í þessu samkomulagi felst það helst að ProMat ætlar markvisst að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. ProMat hefur um árabil flokkað rusl innan rannsóknastofunnar, en nú ætlum við að gera enn betur og auka við flokkun og huga að umhverfisvænni þáttum við innkaup og í daglegu starfi stofunnar.

ProMat ætlar með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • Minnka myndun úrgangs
  • Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsinsgar um stöðu ofangreindra þátta

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Nýr starfsmaður hjá ProMat

Um síðastliðinn mánaðarmót hóf Radoslaw Boleslaw Dudziak (Radek) störf hjá ProMat. Radek er með B.Sc. í Heilbrigðislíftækni frá Viðskipta- og raunvísindasviði frá Háskólanum á Akureyri. Radek mun starfa sem sérfræðingur hjá ProMat. Við óskum Radek velfarnaðar í starfi og hlökkum til að vinna með honum í framtíðinni.

Katja Laun sem starfað hefur  hjá ProMat með hléum sem sérfræðingur síðan vorið 2004, lét af störfum hjá ProMat um mánaðarmótin ágúst-september. Um leið og við þökkum Kötju fyrir vel unnin störf og ánægjuleg kynni, óskum við henni velfarnaðar í nýju starfi.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gleðilega páska

Við hjá ProMat óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið samverunnar með fjölskyldu og vinum. 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Öskudagurinn hjá ProMat 2019

Um 250 krakkar komu og sungu fyrir okkur hjá ProMat og var þetta hin besta skemmtun. Takk fyrir sönginn krakkar og gaman að sjá hvað mikill metnaður er í búningahönnun.  Hér koma myndir af hópunum sem heimsóttu okkur í dag.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið á vorönn 2019 hjá Matvælaskólanum hjá Sýni


Matvælaskólinn hjá Sýni    
21.-22. janúar  BRC staðallinn
30.-31. jan. og 1. febrúar    HACCP 3
6. febrúar    HACCP 2 – (túlkað á pólsku)
12. febrúar    Rekjanleikastaðlar – MSC, RFM, IFFO
15. febrúar    Sannprófun – Innri úttektir
26. og 28. febrúar    Merkingar matvæla
6. mars    Orsakagreining – Áhættumiðaðar lausnir
20.-21. og 25.-26. mars    HACCP 4
 – Athugið að sum námskeiðin eru aðeins kennd 1-2 sinnum á ári.
Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir