Fréttir

Starfsmaður ProMat, Katja Laun er 40 ára í dag 9. nóvember 2018

Starfsmaður ProMat, Katja Laun er 40 ára í dag 9. nóvember 2018. Katja hefur starfað sem sérfræðingur hjá ProMat með hléum frá árinu 2004. Katja er lærður lífeindafræðingur og einn af reyndari starfsmönnum ProMat.  Katja gengur í flest öll störf á rannsóknastofunni, sér einnig um hreinlætisúttektir og sýnatökur fyrir ProMat og er í gæðaráði ProMat.  Óskum við Kötju innilega til hamingju með daginn og vonum að hún eigi ánægjulegan dag.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Inga Ósk Jónsdóttir lætur af störfum hjá ProMat í dag.

Inga Ósk Jónsdóttir, sem starfað hefur  hjá ProMat sem sérfræðingur síðan vorið 2016, lætur af störfum hjá ProMat í dag. Inga stefnir á mastersnám í Cranfield University á Englandi næsta árið í Food Chain Systems. Um leið og við þökkum Ingu fyrir vel unnin störf og ánægjuleg kynni, óskum við henni velfarnaðar í náminu og vonumst auðvitað til að hitta hana í framtíðinni og fræðast um þetta áhugaverða nám.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

10 ára samfellt starfsafmæli hjá starfsmanni ProMat ehf.

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, eða Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið samfellt hjá ProMat síðan þann 14.08.2008.

Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og er með B.Sc í Líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Góa starfar í dag sem tæknilegur stjórnandi hjá ProMat og sér um daglegan rekstur rannsóknastofunnar, er einnig staðgengill gæðastjóra, auk þess sem hún sér um ýmis verkefni tengd ráðgjöf.

Óskum við Góu til hamingju með árin 10, auk þess sem við vonumst til að fá að njóta starfskrafta hennar um ókomin ár.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Nýr starfsmaður hjá ProMat ehf

Í gær barst okkur hjá ProMat mikill liðsstyrkur. Eydís Elva Þórarinsdóttir hóf störf hjá ProMat. Eydís er með B.Sc. í Líftækni og með M.Sc. í Auðlindafræði, hvoru tveggja frá Viðskipta- og raunvísindasviði frá Háskólanum á Akureyri. Eydís mun starfa sem sérfræðingur hjá ProMat. Við óskum Eydísi velfarnaðar í starfi og hlökkum til að vinna með henni í framtíðinni.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat lokar kl. 14:30 á föstudaginn 22.06.18

ProMat lokar kl. 14:30 á föstudaginn 22.06.18

  

                          Ísland – Nígería

                     Allir að horfa á leikinn                                                      

                 Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!!

     Erum með síma ef eitthvað er – 864-3810

                       Kveðjur, starfsfólk ProMat  

             

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

HACCP grunnnámskeið á Akureyri 14.-16. maí 2018

Gæði og öryggi alla leið

Með áherslu á nýja skoðunarhandbók frá MAST.

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Efni námskeiðs:

  • Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
  • Staðlar – stutt kynning (t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall).  Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP (góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d. virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
  • HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
  • Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálma, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
  • Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur – hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
  • Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg, til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.

Dags.: 14.-16. maí 2018

kl.: 10-16 fyrsta daginn, 9-15 hina dagana

Staður: Akureyri, nánari staðsetning auglýst síðar.

Verð: 120.000 kr.- *

Skráning: á heimasíðu http://syni.is/is/skraning-a-namskeid/ 

Nánari upplýsingar í síma 512-3389

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur og léttar veitingar

-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Greiðsluseðill verður sendur á skráðan greiðanda að skráningu lokinni og skal reikningurinn greiðast eigi síðar en tveimur virkum dögum fyrir upphaf námskeiðs. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara. 

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Gleðilega páska allir!

Við hjá ProMat Akureyri ehf óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að þið njótið samverunnar með fjölskyldu og vinum. 

 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat tekur þátt í Starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar 2018

Yfir 600 krakkar úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Akureyrar og nágrennis komu á Starfamessu í Háskólanum á Akureyri. Fjöldinn allur af fyrirtækjum var á staðnum og kynnti sig og sínar starfsgreinar. Nokkrar myndir frá atburðinum má sjá hér að neðan.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Öskudagurinn hjá ProMat 2018

Vel yfir 100 krakkar komu og sungu fyrir okkur hjá ProMat í dag og var þetta hin besta skemmtun. Takk fyrir sönginn krakkar og gaman að sjá hvað mikill metnaður er í búningahönnun.  Hér koma myndir af hópunum sem heimsóttu okkur í dag.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir