Fréttir

Gleðilegt sumar!

Við hjá ProMat óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsmannabreytingar hjá ProMat

Þann 15. apríl síðastliðinn lét Þóra Ýr Árnadóttir af störfum hjá ProMat sem tæknilegur stjórnandi og ráðgjafi. Við þökkum Þóru innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum, auk þess sem við óskum henni velfarnaðar í nýju verkefni.

Við þetta verða einnig þær breytingar að námskeiðshald og ýtarlegri ráðgjöf færist yfir til Rannsóknarþjónustunnar Sýni, en áfram er hægt að hafa samband við okkur vegna þessara verkefna í síma 464-3812 og munum við koma beiðnum á framfæri til ráðgjafa hjá Sýni.

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir tók við af Þóru sem tæknilegur stjórnandi, en Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið hjá ProMat í tæp 8 ár og þekkir því starfsemi fyrirtækisins mjög vel. Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og líftæknifræðingur B.Sc frá Háskólanum á Akureyri. Góa hefur hingað til séð um daglegan rekstur rannsóknastofuhlutans, verið staðgengill gæðastjóra, auk annara verkefna. Þessum störfum mun hún einnig sinna áfram.

Til að styrkja okkur á rannsóknastofunni enn frekar höfum við ráðið til okkar Ingu Ósk Jónsdóttur sem er að útskrifast núna í vor sem líftæknifræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri. Bjóðum við hana hér með hjartanlega velkomna til okkar.

Af þessum tilefnum fórum við starfsmenn ProMat (núverandi og fyrrverandi) út að borða á Múlaberg í síðustu viku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Heimsókn í Becromal

Þann 14.04.16 fóru nokkrir starfsmenn ProMat í heimsókn til Becromal. Heimsóknin var í samstarfi við Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og var öllum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem eru innan gæðastjórnunarfélagsins boðið að koma.

Vel var tekið á móti okkur og  byrjað á kynningu á starfseminni og farið í gegn um alla öryggis- og gæðastaðla sem þau þurfa að uppfylla. Einnig var okkur sagt frá framleiðslunni og framleiðsluferlinu.  Að því loknu vorum við beðin um að fara í gul vesti sem eru hluti af öryggisbúnaðinum. Farið var með okkur í gegnum vinnslusalina og okkur sýnt ferlið sem framleiðslan fer í gegn um. Verksmiðjan er mjög stór, að okkur fannst, og greinilega mjög mikið og gott öryggis- og gæðaeftirlit.

Verksmiðjan er mjög orkufrek og notar hún mörgum sinnum meira rafmagn en Akureyrarbær svo dæmi sé tekið. Hjá Becromal á Íslandi líta þau á það sem skyldu sína að öll þeirra starfsemi einkennist í hvívetna af öryggi, ábyrgð og umhverfisvænum  starfsháttum. Þeim er annt um umhverfið og um öryggi og heilsu starfsfólksins, viðskiptavina þeirra og samfélagsins sem þau  starfa í.

Það var gaman að fá að koma þarna og fá að kynnast starfseminni sem er svo nálægt okkur sem búum á Akureyri.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Öskudagurinn 2016

Miðvikudaginn 10 febrúar var Öskudagurinn haldin hátíðlega. ProMat tók þátt í Öskudeginum annað árið í röð.

Við viljum þakka krökkunum fyrir skemmtilega heimsókn.

Öskudagurinn-2016-IV

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands

ProMat er eitt af aðildarfélögum Gæðastjórnunarfélags Norðurlands.

Tilgangur félagsins er að efla tengslanet þeirra er koma að gæðamálum fyrirtækja og stofnana og stuðla að aukinni fræðslu um gæðamál hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu, t.d. með reglulegum félagsfundum, kynningum og námskeiðum.

Öll fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi geta orðið aðilar að félaginu, óháð stærð þeirra og atvinnustarfsemi.

Hægt er að nálgast kynningarbréf félagsins hér

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

SWEDAC úttekt hjá ProMat

Þann 13. október síðastliðinn fór fram reglubundin úttekt SWEDAC (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) á prófunarstofu okkar.  Stofan hefur verið með faggildingu skv. ISO 17025 síðan 2004 og koma úttektaraðilar frá SWEDAC núna á sextán mánaða fresti.

Úttektir utanaðkomandi aðila eru afar mikilvægar fyrir starfsemi okkar og náum við miklum og gagnlegum umræðum við úttektaraðila okkar.  Úttektin gekk mjög vel, niðurstaðan var aðeins eitt frábrigði og því augljóst að starfsmenn ProMat kunna sitt fag.

http://search.swedac.se/en/accreditations/1873/a000333-001

SWEDAC - logo

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni í Reykjavík heldur fund um útflutning matvæla til Rússlands, Hvítarússlands og Kasakstans – 1. september 2015

Sjá nánar hér: https://promat.is/fundur-um-utflutning-matvaela-til-russlands-hvitarusslands-og-kasakstans-hja-syni-1-september-n-k/

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í framhaldinu var ákveðið að Sýni myndi kynna sér gildandi reglugerðir og  helstu athugasemdir sem fram hafa komið í úttektum og standa fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og gefa út staðfestingu á þátttöku.

Dags.: 1. september 2015   kl.: 13:00 – 17:00

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 38.000 kr.

Skráning: í síma 512-3391 eða matvaelaskolinn@syni.is

Í þessu samhengi vil ég minna á það að við hjá ProMat tökum að okkur að mæla ýmsar örverur svo sem heildargerlafjölda, kóligerla, E. coli, Salmonella, Staphylococcar aureus & L. monocytogenes. Þess má einnig geta að ProMat er með faggildingu á öllum ofangreindum örverum. Ef framleiðendur vilja spara sér sporin er nóg að koma með sýnin til okkar og við komum þeim síðan til okkar undirverktaka ef þess þarf.

mackerel-265x2763

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vatnssýnaflöskur í óskilum

Ef þitt fyrirtæki er með vatnssýnaflöskur frá ProMat innanhúss, sem þið hafið ekki hug á að nota og/eða ef flöskurnar eru orðnar meira en 6 mánaða gamlar (skv. dagsetningu á límbandi), værum við hjá ProMat himinlifandi ef þið gætuð komið þeim til okkar. Til þess að vera fullviss um að flöskurnar sé sterílar þegar að vatnssýnin eru tekin mælum við ekki með því að geyma flöskurnar lengur en í 6 mánuði frá steríliseringu.

Við mælum með að þið fáið flöskur fyrir vatnsýnatökur jafnóðum hjá okkur.

Vatnssýnaflöskur

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir