Fréttir

Námskeið – vor 2017 hjá Sýni og á Akureyri

Áhugaverð námskeið verða í boði hjá Matvælaskólanum hjá Sýni og á Akureyri nú á vorönn. Skráning er hafin á öll námskeiðin.  

18.-20. janúar               HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið
15.-17. febrúar              HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið – Akureyri
6.- 8. og 13. mars         HACCP 4
22. mars                       BRC staðallinn – kröfur – úttektir
27. mars og 3. apríl      Sannpróun – Innri úttektir
25. apríl                        Örverufræði matvæla

Námskeið sem eiga eftir að bætast við og verða haldin ef næg þátttaka næst:
HACCP 3 – Gæði og öryggi alla leið – enska
Merkingar matvæla

 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat Akureyri með á Local Food – Matarhátíð á Norðurlandi 01. október 2016

ProMat verður með bás á Local Food – Matarhátíð á Norðurlandi í fyrsta skiptið þetta árið. Markmiðið er að kynna starfssemi ProMat fyrir tilvonandi og núverandi viðskiptavinum.  Auk þess viljum við kynna fyrirtækið fyrir almenningi svo að sem flestir viti að það er rannsóknaþjónusta í boði á Akureyri sem býður upp á fjölbreytta þjónustu.

Nánar má lesa um hátíðina á eftirfarandi vefslóð:

http://www.localfood.is/localfood

20160930_142413 20160930_142759 20160930_142811 20160930_142833 20160930_142909

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat lokar kl. 15:30 í dag 22.06.16

ProMat lokar kl. 15:30 í dag 22.06.16

Allir að horfa á leikinn                 Ísland – Austurríki.

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Erum með síma ef eitthvað er – 864-3810

Kveðjur, starfsfólk ProMat

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Heilsubótarganga hjá ProMat

20160602_11361620160602_114631

Sumarið er svo sannarlega komið til Akureyrar og til okkar hjá ProMat. Við nýttum okkur það og skruppum í heilsubótargöngu í 18°C hita og sól. Eins og sjá má á myndum erum við allar í sólskinskapi og tökum glaðar á móti öllum sem koma til okkar.

 

 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gleðilegt sumar!

Við hjá ProMat óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsmannabreytingar hjá ProMat

Þann 15. apríl síðastliðinn lét Þóra Ýr Árnadóttir af störfum hjá ProMat sem tæknilegur stjórnandi og ráðgjafi. Við þökkum Þóru innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum, auk þess sem við óskum henni velfarnaðar í nýju verkefni.

Við þetta verða einnig þær breytingar að námskeiðshald og ýtarlegri ráðgjöf færist yfir til Rannsóknarþjónustunnar Sýni, en áfram er hægt að hafa samband við okkur vegna þessara verkefna í síma 464-3812 og munum við koma beiðnum á framfæri til ráðgjafa hjá Sýni.

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir tók við af Þóru sem tæknilegur stjórnandi, en Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið hjá ProMat í tæp 8 ár og þekkir því starfsemi fyrirtækisins mjög vel. Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og líftæknifræðingur B.Sc frá Háskólanum á Akureyri. Góa hefur hingað til séð um daglegan rekstur rannsóknastofuhlutans, verið staðgengill gæðastjóra, auk annara verkefna. Þessum störfum mun hún einnig sinna áfram.

Til að styrkja okkur á rannsóknastofunni enn frekar höfum við ráðið til okkar Ingu Ósk Jónsdóttur sem er að útskrifast núna í vor sem líftæknifræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri. Bjóðum við hana hér með hjartanlega velkomna til okkar.

Af þessum tilefnum fórum við starfsmenn ProMat (núverandi og fyrrverandi) út að borða á Múlaberg í síðustu viku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Heimsókn í Becromal

Þann 14.04.16 fóru nokkrir starfsmenn ProMat í heimsókn til Becromal. Heimsóknin var í samstarfi við Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og var öllum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem eru innan gæðastjórnunarfélagsins boðið að koma.

Vel var tekið á móti okkur og  byrjað á kynningu á starfseminni og farið í gegn um alla öryggis- og gæðastaðla sem þau þurfa að uppfylla. Einnig var okkur sagt frá framleiðslunni og framleiðsluferlinu.  Að því loknu vorum við beðin um að fara í gul vesti sem eru hluti af öryggisbúnaðinum. Farið var með okkur í gegnum vinnslusalina og okkur sýnt ferlið sem framleiðslan fer í gegn um. Verksmiðjan er mjög stór, að okkur fannst, og greinilega mjög mikið og gott öryggis- og gæðaeftirlit.

Verksmiðjan er mjög orkufrek og notar hún mörgum sinnum meira rafmagn en Akureyrarbær svo dæmi sé tekið. Hjá Becromal á Íslandi líta þau á það sem skyldu sína að öll þeirra starfsemi einkennist í hvívetna af öryggi, ábyrgð og umhverfisvænum  starfsháttum. Þeim er annt um umhverfið og um öryggi og heilsu starfsfólksins, viðskiptavina þeirra og samfélagsins sem þau  starfa í.

Það var gaman að fá að koma þarna og fá að kynnast starfseminni sem er svo nálægt okkur sem búum á Akureyri.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Öskudagurinn 2016

Miðvikudaginn 10 febrúar var Öskudagurinn haldin hátíðlega. ProMat tók þátt í Öskudeginum annað árið í röð.

Við viljum þakka krökkunum fyrir skemmtilega heimsókn.

Öskudagurinn-2016-IV

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir