Fréttir

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands

ProMat er eitt af aðildarfélögum Gæðastjórnunarfélags Norðurlands.

Tilgangur félagsins er að efla tengslanet þeirra er koma að gæðamálum fyrirtækja og stofnana og stuðla að aukinni fræðslu um gæðamál hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu, t.d. með reglulegum félagsfundum, kynningum og námskeiðum.

Öll fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi geta orðið aðilar að félaginu, óháð stærð þeirra og atvinnustarfsemi.

Hægt er að nálgast kynningarbréf félagsins hér

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

SWEDAC úttekt hjá ProMat

Þann 13. október síðastliðinn fór fram reglubundin úttekt SWEDAC (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) á prófunarstofu okkar.  Stofan hefur verið með faggildingu skv. ISO 17025 síðan 2004 og koma úttektaraðilar frá SWEDAC núna á sextán mánaða fresti.

Úttektir utanaðkomandi aðila eru afar mikilvægar fyrir starfsemi okkar og náum við miklum og gagnlegum umræðum við úttektaraðila okkar.  Úttektin gekk mjög vel, niðurstaðan var aðeins eitt frábrigði og því augljóst að starfsmenn ProMat kunna sitt fag.

http://search.swedac.se/en/accreditations/1873/a000333-001

SWEDAC - logo

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Sýni í Reykjavík heldur fund um útflutning matvæla til Rússlands, Hvítarússlands og Kasakstans – 1. september 2015

Sjá nánar hér: https://promat.is/fundur-um-utflutning-matvaela-til-russlands-hvitarusslands-og-kasakstans-hja-syni-1-september-n-k/

Ein af þeim athugasemdum sem fram komu í síðustu úttektum rússneskra eftirlitsmanna í íslenskum matvælafyrirtækjum var að framleiðendur þekktu ekki þá löggjöf sem gildir í Tollabandalaginu.  Í framhaldinu var ákveðið að Sýni myndi kynna sér gildandi reglugerðir og  helstu athugasemdir sem fram hafa komið í úttektum og standa fyrir fræðslu- og umræðufundi um löggjöfina og gefa út staðfestingu á þátttöku.

Dags.: 1. september 2015   kl.: 13:00 – 17:00

Staður: Matvælaskólinn hjá Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík

Verð: 38.000 kr.

Skráning: í síma 512-3391 eða matvaelaskolinn@syni.is

Í þessu samhengi vil ég minna á það að við hjá ProMat tökum að okkur að mæla ýmsar örverur svo sem heildargerlafjölda, kóligerla, E. coli, Salmonella, Staphylococcar aureus & L. monocytogenes. Þess má einnig geta að ProMat er með faggildingu á öllum ofangreindum örverum. Ef framleiðendur vilja spara sér sporin er nóg að koma með sýnin til okkar og við komum þeim síðan til okkar undirverktaka ef þess þarf.

mackerel-265x2763

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Vatnssýnaflöskur í óskilum

Ef þitt fyrirtæki er með vatnssýnaflöskur frá ProMat innanhúss, sem þið hafið ekki hug á að nota og/eða ef flöskurnar eru orðnar meira en 6 mánaða gamlar (skv. dagsetningu á límbandi), værum við hjá ProMat himinlifandi ef þið gætuð komið þeim til okkar. Til þess að vera fullviss um að flöskurnar sé sterílar þegar að vatnssýnin eru tekin mælum við ekki með því að geyma flöskurnar lengur en í 6 mánuði frá steríliseringu.

Við mælum með að þið fáið flöskur fyrir vatnsýnatökur jafnóðum hjá okkur.

Vatnssýnaflöskur

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfskynning í ProMat

Hressar, skemmtilegar & fróðleiksfúsar stelpur komu frá Brekkuskóla og fræddust um starfsemi ProMat.

Skemmtilegt verkefni hjá Brekkuskóla.

Takk fyrir komuna Katrín, Heba og Bryndís

2015-06-02 11.56.38

 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands í samstarf við Háskólann á Akureyri

Heimasíða Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Gunnur Ýr Stefánsdóttir formaður Gæðastjórnunarfélags Norðurlands skrifuðu undir samning varðandi samstarf að verkefnum sem lúta að eflingu fræðslu um gæðamál á Norðurlandi. Í því felst að aðilar eru sammála um að þörf sé á að auka fræðslu um gæðamál og vilja með samkomulaginu skapa vettvang fyrir samstarf HA og GSFN á því sviði. Markmið samningsins er tvíþætt, annars vegar að skapa námsframboð i gæðastjórnun fyrir starfandi aðila í atvinnulífinu og hins vegar að efla tengsl háskólans við atvinnulífið.

ProMat er aðilarfélag í Gæðastjórnunarfélagi Norðurlands, Þóra Ýr Árnadóttir tæknilegur stjórnandi ProMat er í stjórn félagsins (2015-2017)

GSFN

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat með erindi á aðalfundi Beint frá býli

Aðalfundur Beint frá býli verður haldinn í Skjaldarvík við Akureyri laugardaginn 9 maí 2015.

Þóra Ýr Árnadóttir mun halda erindi um lagalegar skyldur framleiðanda og hvernig matvælaöryggi er tryggt.

Hægt er að sjá nánari dagskrá fundarins á heimsíðu félagsins http://www.beintfrabyli.is/

Þetta verður að mestu kynning á komandi 2ja daga námskeiði sem haldið verður á haustmánuðum fyrir félagsmenn Beint frá býli.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsemi ProMat óbreytt – ekki verkfall!

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að ProMat er einkarekið fyrirtæki og munum við því halda óbreyttum opnunartíma, alla virka daga frá 8 til 16

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir