Fréttir

Starfskynning í ProMat

Hressar, skemmtilegar & fróðleiksfúsar stelpur komu frá Brekkuskóla og fræddust um starfsemi ProMat.

Skemmtilegt verkefni hjá Brekkuskóla.

Takk fyrir komuna Katrín, Heba og Bryndís

2015-06-02 11.56.38

 

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands í samstarf við Háskólann á Akureyri

Heimasíða Gæðastjórnunarfélags Norðurlands

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Gunnur Ýr Stefánsdóttir formaður Gæðastjórnunarfélags Norðurlands skrifuðu undir samning varðandi samstarf að verkefnum sem lúta að eflingu fræðslu um gæðamál á Norðurlandi. Í því felst að aðilar eru sammála um að þörf sé á að auka fræðslu um gæðamál og vilja með samkomulaginu skapa vettvang fyrir samstarf HA og GSFN á því sviði. Markmið samningsins er tvíþætt, annars vegar að skapa námsframboð i gæðastjórnun fyrir starfandi aðila í atvinnulífinu og hins vegar að efla tengsl háskólans við atvinnulífið.

ProMat er aðilarfélag í Gæðastjórnunarfélagi Norðurlands, Þóra Ýr Árnadóttir tæknilegur stjórnandi ProMat er í stjórn félagsins (2015-2017)

GSFN

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

ProMat með erindi á aðalfundi Beint frá býli

Aðalfundur Beint frá býli verður haldinn í Skjaldarvík við Akureyri laugardaginn 9 maí 2015.

Þóra Ýr Árnadóttir mun halda erindi um lagalegar skyldur framleiðanda og hvernig matvælaöryggi er tryggt.

Hægt er að sjá nánari dagskrá fundarins á heimsíðu félagsins http://www.beintfrabyli.is/

Þetta verður að mestu kynning á komandi 2ja daga námskeiði sem haldið verður á haustmánuðum fyrir félagsmenn Beint frá býli.

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Starfsemi ProMat óbreytt – ekki verkfall!

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að ProMat er einkarekið fyrirtæki og munum við því halda óbreyttum opnunartíma, alla virka daga frá 8 til 16

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

HACCP framhaldsnámskeið á Akureyri í JÚNÍ 2015

Því miður tókst ekki að fá nægjanlegan fjölda þátttakenda á námskeiðið hérna á Akureyri. Námskeiðinu verður þess vegna frestað um óákveðin tíma. Ef þið hafið áhuga á því að sitja þetta námskeið hérna á Akureyri ekki hika við að hafa samband thora@promat.is eða í síma 464-3812

Dagana 8.- , 9. og 12 júní mun Rannsóknarþjónustan Sýni halda framhaldsnámskeið í HACCP gæðakerfinu. Til þess að komast á þetta námskeið, þarf að hafa lokið HACCP grunnnámskeiði og vera búin að vinna í einhvern tíma með HACCP. Þetta byggist mikið upp úr verkefnavinnu og í lokin þarf að standast próf til þess að ljúka námskeiðinu.

Þetta er ætlað fyrir þá sem eru búnir að fara á 3ja daga HACCP námskeiðið hjá okkur og/eða hafa mikla reynslu ef HACCP.
Þetta eru 4ra daga námskeið 3 dagar hjá okkur og 1 í heimavinnu.  Það verður einnig farið í nýjustu kröfur staðla eins og IFS og BRC bæði hvað varðar hættugreiningu, merkingu og birgjasamþykktir.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að fá frekari upplýsingar og eða vera með.

Ef þið hafið áhuga á því að sitja þetta námskeið á Akureyri fyllið út Skráningarblað HACCP 4  einnig er hægt að sendið okkur línu um það á thora@promat.is

level2_HACCP

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Öskudagurinn 2015

ProMat ákvað að taka þátt í öskudeginum í fyrsta skiptið þetta árið.

Þetta verður án efa árlegur viðburður héðan í frá, fullt af skemmtilegum búningum og söngvum.

Teknar voru myndir af nokkrum liðum, myndirnar má finna í myndagalleríi

Öskudagur-2015

Promat ehf. birti undir Fréttir
Engar athugasemdir

Námskeið: HACCP – Gæðakerfið, gæði og öryggi alla leið.

Dagana 11. – 13. mars 2015 mun ProMat, ásamt Rannsóknarþjónustunni Sýni halda námskeið um HACCP gæðakerfið. HACCP

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum.

Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum og eru þess vegna hvattir til þess að mæta með eigin gæðahandbók.

Tími: 12. – 13. mars 2015,  kl.: 8:30 til 16:30 báða dagana

Staður: ProMat Akureyri, Furuvellir 1, 600 Akureyri

Verð: 69.100 kr.- *

Skráning: í síma 464-3812 eða thora@promat.is

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar
-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
*Skráningargjald að upphæð 7.500 kr. er innheimt ef forföll eru ekki boðuð a.m.k. tveimur dögum fyrir námskeið

 

Auglýsing:2015-03-11-haccp-akureyri-auglysing

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið fyrir heimavinnslur í samvinnu við Beint frá býli.

ProMat Akureyri og Beint frá býli samtökin hafa náð samkomulagi um sérsniðið námskeið fyrir heimavinnslur.

Þar verður meðal annars farið yfir þau lög og reglur sem heimavinnslur eiga að fylgja, uppsetning gæðakerfis byggt á góðum starfsháttum fyrir matvælafyrirtæki, rétta meðferð matvæla og örverufræði.

Nánari upplýsingar verða gefnar síðar

Group study

 

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir