Heimsókn í Becromal

Promat ehf. birti undir Fréttir

Þann 14.04.16 fóru nokkrir starfsmenn ProMat í heimsókn til Becromal. Heimsóknin var í samstarfi við Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og var öllum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem eru innan gæðastjórnunarfélagsins boðið að koma.

Vel var tekið á móti okkur og  byrjað á kynningu á starfseminni og farið í gegn um alla öryggis- og gæðastaðla sem þau þurfa að uppfylla. Einnig var okkur sagt frá framleiðslunni og framleiðsluferlinu.  Að því loknu vorum við beðin um að fara í gul vesti sem eru hluti af öryggisbúnaðinum. Farið var með okkur í gegnum vinnslusalina og okkur sýnt ferlið sem framleiðslan fer í gegn um. Verksmiðjan er mjög stór, að okkur fannst, og greinilega mjög mikið og gott öryggis- og gæðaeftirlit.

Verksmiðjan er mjög orkufrek og notar hún mörgum sinnum meira rafmagn en Akureyrarbær svo dæmi sé tekið. Hjá Becromal á Íslandi líta þau á það sem skyldu sína að öll þeirra starfsemi einkennist í hvívetna af öryggi, ábyrgð og umhverfisvænum  starfsháttum. Þeim er annt um umhverfið og um öryggi og heilsu starfsfólksins, viðskiptavina þeirra og samfélagsins sem þau  starfa í.

Það var gaman að fá að koma þarna og fá að kynnast starfseminni sem er svo nálægt okkur sem búum á Akureyri.Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*