Námskeið

HACCP grunnnámskeið á Akureyri 21.-23. febrúar 2018

Gæði og öryggi alla leið

Með áherslu á nýja skoðunarhandbók frá MAST.

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Efni námskeiðs:

 • Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
 • Staðlar – stutt kynning (t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall).  Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP (góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d. virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
 • HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
 • Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálma, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
 • Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur – hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
 • Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg, til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.

Dags.: 21.-23. febrúar 2018

kl.: 10-16 fyrsta daginn, 9-15 hina dagana

Staður: Akureyri, nánari staðsetning auglýst síðar.

Verð: 120.000 kr.- *

Skráning: á heimasíðu http://syni.is/is/skraning-a-namskeid/ 

Nánari upplýsingar í síma 512-3389

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur og léttar veitingar

-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Greiðsluseðill verður sendur á skráðan greiðanda að skráningu lokinni og skal reikningurinn greiðast eigi síðar en tveimur virkum dögum fyrir upphaf námskeiðs. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Matvælaskólinn sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara. 

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið í áhættumati

 

Promat ehf. birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið á Akureyri – Hreinlæti, þrif og meðhöndlun matvæla 13. júní 2017

Hreinlæti, þrif og meðhöndlun matvæla

Námskeið fyrir starfsfólk í eldhúsum, skyndibitastöðum og kaffihúsum

Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum til að tryggja örugga meðhöndlun matvæla.

Efni námskeiðs:

 • Gæðamál – Helstu hættur í eldhúsum – Sýklar, ofnæmisvaldar og aðskotahlutir
 • Meðhöndlun matvæla – Hitastig, krossmengun, frágangur –Eldað kjöt, hrátt kjöt, grænmeti og ávextir
 • Hreinlæti og þrif – Þrifaáætlanir, þrifaskráningar og sýnataka
 • Persónulegt hreinlæti – Vinnufatnaður, handþvottur

Allir þátttakendur fá skírteini að loknu námskeiði

Tími námskeiðs:

13. júní, 2017 kl. 09:00 – 11:00

Staður: ProMat, Furuvöllum 1,

600 Akureyri

Verð: 17.000 kr.- *

Skráning:           goa@promat.is

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

*Því miður er nauðsynlegt að innheimta skráningargjald að upphæð 2.000  kr. ef forföll eru ekki boðuð a.m.k. þrem dögum fyrir námskeið.

Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

Sannprófun – Innri úttektir námskeið – Akureyri 30. maí 2017

Sannprófun – Innri úttektir

Námskeið fyrir starfsmenn matvælafyrirtækja, framleiðslufyrirtækja og aðra sem hafa áhuga á innri úttektum. 6 klst. námskeið sem skiptist í fyrirlestra og verklegan hluta.

Innri úttektir eru mikilvægt tæki til að sannreyna hvort unnið sé eftir gæðakerfi fyrirtækisins. Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins. Þátttakendur fá heimaverkefni og mæta aftur með niðurstöður og fá mat á verkefnið.

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

 • Úttektaráætlun
 • Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
 • Hvernig virkar gæðakerfið frá degi til dags? Eru forvarnir virkar?
 • Hvernig virkar gæðakerfið í heild sinni – árleg sannprófun
 • Undirbúningur og framkvæmd úttekta – gerð og notkun gátlista
 • Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar
 • Sýnatökur, prófanir, kvarðanir
 • Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni

Tími námskeiðs: 30. maí, 2017 kl. 08:30 – 12:30 + 2 tímar í verkefnavinnu heima.

Staður: ProMat, Furuvöllum 1, 600 Akureyri.  

Verð: 37.500 kr.- 

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is

Skráning

Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

HACCP 4 framhaldsnámskeið á Akureyri 8.-10. maí og 12. maí 2017

HACCP 4

Byggt á kennsluefni frá Highfield og Campden.

Námskeið fyrir þá sem þegar hafa tekið HACCP – Gæði og öryggi alla leið (HACCP 3) og vilja ná aukinni færni í HACCP m.a. vegna krafa í Alþjóðlegum matvælastöðlum.

Áhersla er lögð á að þátttakendur fái dýpri skilning á HACCP og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Efni námskeiðs:

 • Stutt könnun og verkefnavinna (eins konar forpróf) úr efni fyrri námskeiða (HACCP 1,  HACCP 2 & HACCP 3). Nemendur fara saman yfir niðurstöður könnunarinnar.
 • 12 þrep Codex reglna um HACCP
  • HACCP hópur: Hvert er hlutverk hans og hvernig er besta að halda utan um vinnu HACCP hóps eða Gæðaráðs? – Verkefna og fundargerðarlistar til að halda vinnu HACCP hóps lifandi.
  • Vörulýsingar: hvað eru vörulýsingar? Hvað eru datablöð, upplýsingablöð, tæknileg datablöð, specification og hver er munurinn á þessum hugtökum? Hvað þarf að koma fram í vörulýsingum (Product description)
  • Flæðirit: Hvað þarf að koma fram á flæðiritum? Hvernig eru flæðirit sett upp; flæði hráefna, inntök og úrtök, CCP. Tenging milli flæðirita þegar um er að ræða „flóknar“ vinnslur. Verkefni: Sannprófun og úttekt á flæðiritum.
  • Hættur: Líffræðilegar, efnafræðilegar, eðlisfræðilegar hættur. Ofnæmisvaldar. Áhættumat = líkur x alvarleiki (risk assessment) og hættugreining (hazard analysis) með notkun áhættumatsfylkis og spurningatrés mikilvægra stýristað.
  • Áhættumat forvarna s.s. meindýravarna, forvarna vegna aðskotahluta, forvarna vegna starfsfólks, forvarna vegna skipulags húsnæði, viðhalds og þrifa og þrifaeftilits
  • Áhættumat hráefna. Ákvörðunartré fyrir hráefni. Mat á birgjum og birgjasamþykki.
  • Verkefni: Áhættumat forvarna og innri úttektir á forvörnum. Áhættumat hráefna.
  • Hættugreining og Mikilvægir stýristaðir (MSS=CCP). HACCP plan
  • Verkefni: Hættugreining á framleiðsluferli, vöru eða vöruflokkum. Gerð HACCP plans.
  • Vöktunar- og sýnatökuáætlunun. Frávika- og úrbótaskráningar.
  • Sannprófun og innri úttektir.
  • Þjálfun starfsfólks, þjálfunaráætlun, skráningar á þjálfun og mat á hæfni starfsfólks.
  • Rekjanleiki og prófun á rekjanleika

Lengd námskeiðs:  4 dagar eða alls 30 klukkustund í kennslu. Við það bætist svo verkefnavinna.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is

Skráning

Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

HACCP 3 grunnnámskeið á Akureyri 15.-17. febrúar 2017

HACCP gæðakerfið – „Gæði og öryggi – alla leið“

Með áherslu á nýja skoðunarhandbók frá MAST.

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

 Efni námskeiðs:

 • Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
 • Staðlar – stutt kynning ( t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP ( góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
 • HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP ? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla ? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
 • Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálmar, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
 • Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum ? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur– hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
 • Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg. Til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.

 

Dags.: 15.-17. febrúar 2017 kl.: 10-16 fyrsta daginn, 9-15 hina dagana.

Staður: Akureyri, nánari staðsetning auglýst síðar. Verð: 90.000 kr.- *

Nánari upplýsingar í síma 512-3389

Skráning á námskeið fer fram hér

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur og léttar veitingar -Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!! *Tilkynna þarf forföll a.m.k. 3 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Rannsóknarþjónustan Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu.
Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið – Örverufræði matvæla – Akureyri 04.11.2016

Örverufræði matvæla

Það sem þú þarft að vita um örverufræði ef þú vinnur með matvæli

Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:

 • Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið
 • Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla
 • Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats
 • Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru
 • Vera fær um að taka sýni og senda á rannsóknarstofu

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

 • Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar? Matarsjúkdómar.
 • Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
 • Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
 • Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar.
 • Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum.

Dags.: 4. nóvember 2016 – kl.: 08:30-15:30

Staður: ProMat ehf.

Furuvöllum 1, 600 Akureyri

Verð: 49.500 kr.- *

Skráning: https://promat.is/is/skraning-a-namskeid/

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur  og léttar veitingar

-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

*Tilkynna þarf forföll a.m.k. 3 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is.

Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Rannsóknarþjónustan Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu.

Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

Eru matvælin rétt merkt ??

Námskeið um merkingar matvæla verður haldið í Matvælaskólanum hjá Sýni dagana 12.-14. október.

Þetta er alls 8 klukkustunda námskeið sem fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að merkingum matvæla á einn eða annan hátt.

Vissir þú að skylt verður að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum frá 13. desember 2016 ?

Nánari upplýsingar má finna: hér.

Promat ehf. birti undir Námskeið
Engar athugasemdir