Námskeið

HACCP 3 grunnnámskeið á Akureyri 15.-17. febrúar 2017

HACCP gæðakerfið – „Gæði og öryggi – alla leið“

Með áherslu á nýja skoðunarhandbók frá MAST.

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt

Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

 Efni námskeiðs:

 • Öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”: Frumframleiðendur, matvælaframleiðendur, dreifingarfyrirtæki, smásalar, tækjaframleiðendur, framleiðendur umbúða og hreinsiefna.
 • Staðlar – stutt kynning ( t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Frábær hjálpartæki fyrir matvælafyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð hvað varðar gæði og öryggi. Markmið, framtíðarsýn og skýr gæðastefna skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki í fararbroddi.
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir – GMP ( góðir framleiðsluhættir) þurfa að vera mjög virkar áður en HACCP kerfi er komið á t.d virk hreinlætisáætlun, teikningar yfir flæði vöru og starfsfólks, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun.
 • HACCP gæðakerfið. Hvað er HACCP ? Hvernig komum við því á og hvernig innleiðum við það? Hvernig getur HACCP kerfið hjálpað til að auka öryggi matvæla ? Hættur, hættugreining, mikilvægir stýristaðir, eftirlit, vikmörk, úrbætur.
 • Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálmar, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
 • Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum ? Rekjanleiki – eitt skref áfram og eitt skref aftur– hvað þýðir það í framkvæmd. Innköllun – prufuinnköllun.
 • Sannprófun á gæðakerfum – dagleg, vikuleg og árleg. Til að tryggja að ávallt sé verið að vinna eftir HACCP gæðakerfinu.

 

Dags.: 15.-17. febrúar 2017 kl.: 10-16 fyrsta daginn, 9-15 hina dagana.

Staður: Akureyri, nánari staðsetning auglýst síðar. Verð: 90.000 kr.- *

Nánari upplýsingar í síma 512-3389

Skráning á námskeið fer fram hér

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur og léttar veitingar -Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!! *Tilkynna þarf forföll a.m.k. 3 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Rannsóknarþjónustan Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu.
ProMat birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið – Örverufræði matvæla – Akureyri 04.11.2016

Örverufræði matvæla

Það sem þú þarft að vita um örverufræði ef þú vinnur með matvæli

Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg matvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri upplýsingar og þekkingu um örverufræði matvæla. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur bæti skilning sinn og geti nýtt þekkingu sína m.a. til að:

 • Þekkja reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið
 • Gera sýnatökuáætlanir og meta hvað þarf að mæla
 • Meta örverufræðilegar hættur í vinnsluferli við gerð hættugreiningar og áhættumats
 • Geta ákvarðað örverumælingar til að sannprófa hættugreiningu eða geymsluþol vöru
 • Vera fær um að taka sýni og senda á rannsóknarstofu

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

 • Örverufræði matvæla – Grunnþekking. Hvaðan koma örverurnar? Helstu örverur sem hafa áhrif á gæði og öryggi matvæla. Hvernig hindrum við að þær komist í matvælin og nái að fjölga sér þar? Matarsjúkdómar.
 • Örverufræði matvælaflokka. Notagildi örvera í matvælaiðnaði.
 • Opinberar kröfur. Reglugerðir og leiðbeiningar fyrir örverufræðileg viðmið.
 • Sýnatökur og sýnatökuáætlanir. Hreinlætisúttektir. Geymsluþolsmælingar.
 • Hættugreining og örverufræði. Kynning á hitastigs- og tímatöflum.

Dags.: 4. nóvember 2016 – kl.: 08:30-15:30

Staður: ProMat ehf.

Furuvöllum 1, 600 Akureyri

Verð: 49.500 kr.- *

Skráning: https://promat.is/is/skraning-a-namskeid/

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, hádegismatur  og léttar veitingar

-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

*Tilkynna þarf forföll a.m.k. 3 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið matvaelaskolinn@syni.is.

Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Rannsóknarþjónustan Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu.

ProMat birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

Eru matvælin rétt merkt ??

Námskeið um merkingar matvæla verður haldið í Matvælaskólanum hjá Sýni dagana 12.-14. október.

Þetta er alls 8 klukkustunda námskeið sem fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að merkingum matvæla á einn eða annan hátt.

Vissir þú að skylt verður að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum frá 13. desember 2016 ?

Nánari upplýsingar má finna: hér.

ProMat birti undir Námskeið
Engar athugasemdir

HACCP framhaldsnámskeið á Akureyri í JÚNÍ 2015

Því miður tókst ekki að fá nægjanlegan fjölda þátttakenda á námskeiðið hérna á Akureyri. Námskeiðinu verður þess vegna frestað um óákveðin tíma. Ef þið hafið áhuga á því að sitja þetta námskeið hérna á Akureyri ekki hika við að hafa samband thora@promat.is eða í síma 464-3812

Dagana 8.- , 9. og 12 júní mun Rannsóknarþjónustan Sýni halda framhaldsnámskeið í HACCP gæðakerfinu. Til þess að komast á þetta námskeið, þarf að hafa lokið HACCP grunnnámskeiði og vera búin að vinna í einhvern tíma með HACCP. Þetta byggist mikið upp úr verkefnavinnu og í lokin þarf að standast próf til þess að ljúka námskeiðinu.

Þetta er ætlað fyrir þá sem eru búnir að fara á 3ja daga HACCP námskeiðið hjá okkur og/eða hafa mikla reynslu ef HACCP.
Þetta eru 4ra daga námskeið 3 dagar hjá okkur og 1 í heimavinnu.  Það verður einnig farið í nýjustu kröfur staðla eins og IFS og BRC bæði hvað varðar hættugreiningu, merkingu og birgjasamþykktir.
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að fá frekari upplýsingar og eða vera með.

Ef þið hafið áhuga á því að sitja þetta námskeið á Akureyri fyllið út Skráningarblað HACCP 4  einnig er hægt að sendið okkur línu um það á thora@promat.is

level2_HACCP

ProMat birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið: HACCP – Gæðakerfið, gæði og öryggi alla leið.

Dagana 11. – 13. mars 2015 mun ProMat, ásamt Rannsóknarþjónustunni Sýni halda námskeið um HACCP gæðakerfið. HACCP

Námskeið fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum.

Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum og eru þess vegna hvattir til þess að mæta með eigin gæðahandbók.

Tími: 12. – 13. mars 2015,  kl.: 8:30 til 16:30 báða dagana

Staður: ProMat Akureyri, Furuvellir 1, 600 Akureyri

Verð: 69.100 kr.- *

Skráning: í síma 464-3812 eða thora@promat.is

-Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar
-Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!
*Skráningargjald að upphæð 7.500 kr. er innheimt ef forföll eru ekki boðuð a.m.k. tveimur dögum fyrir námskeið

 

Auglýsing:2015-03-11-haccp-akureyri-auglysing

ProMat birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir

Námskeið fyrir heimavinnslur í samvinnu við Beint frá býli.

ProMat Akureyri og Beint frá býli samtökin hafa náð samkomulagi um sérsniðið námskeið fyrir heimavinnslur.

Þar verður meðal annars farið yfir þau lög og reglur sem heimavinnslur eiga að fylgja, uppsetning gæðakerfis byggt á góðum starfsháttum fyrir matvælafyrirtæki, rétta meðferð matvæla og örverufræði.

Nánari upplýsingar verða gefnar síðar

Group study

 

ProMat birti undir Fréttir, Námskeið
Engar athugasemdir