Nýtt faggildingarvottorð útgefið 20.05.2021

Promat ehf. birti undir Fréttir

Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment (SWEDAC) framkvæmdi úttekt vegna faggildra aðferða og gæðakerfis, samkvæmt ISO/IEC 17025, hjá Promat þann 19. apríl síðastiliðinn. Skemmst er frá því að segja að Promat stóðst úttektina með glans og hefur því fengið nýtt faggildingarvottorð í hús.

Breytingar voru gerðar á orðalagi vegna ISO 7251:2005. Hingað til hefur verið talað um saurkólí eða fecal coliforms í matvælum, en því hefur nú verið breytt í hitaþolna kólígerla eða thermotholerant coliform bacteria og mun því birtast þannig á skýrslum hér eftir.

Einnig var tekin upp ný aðferð vegna tríkínugreininga. Tríkínur í kjöti verða hér eftir greindar samkvæmt aðferð EN ISO 18743:2015 og því mun sú aðferð birtast á komandi skýrslum.

Nýtt faggildingarvottorð Promat má finna hér:

Listi yfir faggildar aðferðir hjá Promat má finna hér:Lokað á athugasemdir