Almennt:

Flestar af algengari mælingum hjá okkur eru vottaðar skv. ISO 17025. Með því er leitast við að tryggja sem best öryggi þeirra niðurstaðna sem prófunarstofan gefur út en einnig að viðskiptavinurinn fái sem besta þjónustu.

Í þeim tilgangi er minnt á eftirfarandi:

Promat ehf. heitir fullum trúnaði og hlutleysis um öll málefni sem upp geta komið og varða viðskiptavini. Undanskildar eru þó tilkynningar til Matvælastofnunar vegna greininga á sjúkdómsvaldandi bakteríum og tríkínum skv. lögum og reglugerðum.

Promat ehf. leitast við að uppfylla kröfur viðskiptavina um gæði þjónustunnar t.d. með viðhorfskönnunum, viðtölum o.fl. Í því samhengi er minnt á að öllum kvörtunum og athugasemdum um starfsemina er vel tekið. Þeim má koma á framfæri t.d. í síma 464-3810 eða í tölvupósti á netfangið promat@promat.is.

 

Örverugreiningar

Hjá Promat ehf. er boðið upp á örverugreiningar fyrir matvæla-, fóður- og lyfjaiðnaðinn.
Mælingarnar er m.a. hægt að nota til að:

  • Meta ferskleika hráefna
  • Áætla geymsluþol
  • Meta hreinlæti við meðhöndlun matvæla og persónulegt hreinlæti

 

Efnagreiningar

Efnamælingar eru ekki gerðar í miklu magni hjá Promat, engu að síður eru nokkrar efnamælingar í boði. Promat tekur við öllum sýnum en kemur þeim á samstarfsaðila okkar, Sýni ehf, ef við bjóðum ekki uppá tiltekna mælingu. Efnamælingar eru m.a. notaðar til að:

  • Ákvarða matvælaöryggi vörunnar (sýrustig, vatnsvirkni, saltmagn).