Promat ehf. býður uppá ýmsa ráðgjöf, sem tengist starfsemi matvæla- og fóðurfyrirtækja. Sérstök áhersla hefur verið lögð á gæðamál.
Hér eru nokkur dæmi um þá ráðgjöf sem við veitum:

Uppsetning innra eftirlits

  • Aðstoð við uppsetningu á innra eftirlitskerfi byggðu á aðferðum GÁMES (HACCP). Áhersla er lögð á einföld kerfi og virkan þátt starfsmanna.

Sannprófun gæðakerfa

  • Til þess að innra eftirlitskerfi sé virkt, þarf stöðugt að aðlaga það breyttum aðstæðum. Boðið er upp á innri úttektir og aðstoð við sannprófanir gæðakerfa.

Hreinlætiseftirlit

  • Reglulegt hreinlætiseftirlit er mikilvægt til að meta umgengni og þrif. Promat býður upp á reglulegar heimsóknir þar sem þrif eru metin með sjónmati, Rodac skálum og/eða svömpum. Þá er veitt ráðgjöf um úrbætur.

Umbúðamerkingar

  • Aðstoð við umbúðamerkingar fyrir evrópskan eða bandarískan markað.

Önnur ráðgjöf

  • Boðið er upp á ýmsa ráðgjöf, t.d. um lög og reglugerðir og aðstoð við úrlausn ýmissa vandamála sem upp koma í matvælafyrirtækjum.

Námskeið

  • Promat ehf. bíður uppá fjölbreytt námskeið sem tengjast gæðamálum á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist auglýst opin öllum eða sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis.