Hreinlætiseftrlit

Til þess að ganga úr skugga um hvernig til hefur tekist með þrif í matvælafyrirtækjum er nauðsynlegt að hafa einhvers konar hreinlætiseftirlit. Oft er það verkstjóri eða annar starfsmaður fyrirtækisins sem sér um þennan þátt, en einnig hefur það gefið mjög góða raun að kaupa þjónustuna annars staðar frá.

Promat ehf. býður upp á þessa þjónustu og er með mörg fyrirtæki í föstum viðskiptum.

Við hreinlætiseftirlitið er jöfnum höndum notað sjónmat, sýnataka með Rodac skálum, stroksýni og loftsýni. Að lokinni sýnatöku er veitt ráðgjöf um úrbætur.