Hvers vegna innra eftirlit ?

Neytendur gera nú meiri kröfur en áður til matvælafyrirtækja. Matvælin eiga að vera fersk, tilbúin á diskinn og með langt geymsluþol. Meiri kröfur eru einnig gerðar til flutningsaðila um hraðan og öruggan flutning matvöru heimshorna á milli. Sífellt er því meiri ábyrgð lögð á matvælafyrirtækin um rétta meðhöndlun matvæla við framleiðslu og dreifingu. Tjón neytenda og fyrirtækja getur orðið mikið ef eitthvað fer úrskeiðis. Því er nauðsynlegt að fyrirbyggja slíkt tjón með öllum tiltækum ráðum. Innra eftirlit byggt á aðferðum GÁMES/HACCP er talin góð aðferð til að tryggja örugga meðhöndlun matvæla. Öll matvælafyrirtæki, hvort sem þau eru að framleiða, meðhöndla eða dreifa matvælum eiga að hafa innra eftirlit sem byggir á GÁMES/HACCP

Hvernig komum við á innra eftirliti ?

Promat ehf. býður upp á ráðgjöf við uppsetningu innra eftirlitskerfis sem byggir á aðferðafræði GÁMES (HACCP). Lögð er áhersla á að starfsmenn viðkomandi fyrirtækis taki virkan þátt í uppbyggingu kerfisins og vinnan sniðin að umfangi og þörfum hverju sinni.

Gæðakerfi þarf stöðuga endurskoðun.

Promat ehf. býður upp á úttektir á innri eftirlitskerfum fyrirtækja. Til þess að innra eftirlitskerfi fyrirtækis sé virkt, þarf stöðugt að aðlaga það breyttum aðstæðum í fyrirtækinu og nýjum kröfum og reglugerðum.