Sannprófun – Innri úttektir námskeið – Akureyri 30. maí 2017

Promat ehf. birti undir Námskeið

Sannprófun – Innri úttektir

Námskeið fyrir starfsmenn matvælafyrirtækja, framleiðslufyrirtækja og aðra sem hafa áhuga á innri úttektum. 6 klst. námskeið sem skiptist í fyrirlestra og verklegan hluta.

Innri úttektir eru mikilvægt tæki til að sannreyna hvort unnið sé eftir gæðakerfi fyrirtækisins. Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins. Þátttakendur fá heimaverkefni og mæta aftur með niðurstöður og fá mat á verkefnið.

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:

  • Úttektaráætlun
  • Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
  • Hvernig virkar gæðakerfið frá degi til dags? Eru forvarnir virkar?
  • Hvernig virkar gæðakerfið í heild sinni – árleg sannprófun
  • Undirbúningur og framkvæmd úttekta – gerð og notkun gátlista
  • Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar
  • Sýnatökur, prófanir, kvarðanir
  • Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni

Tími námskeiðs: 30. maí, 2017 kl. 08:30 – 12:30 + 2 tímar í verkefnavinnu heima.

Staður: ProMat, Furuvöllum 1, 600 Akureyri.  

Verð: 37.500 kr.- 

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is

SkráningSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*