Starfsmannabreytingar hjá ProMat

Promat ehf. birti undir Fréttir

Þann 15. apríl síðastliðinn lét Þóra Ýr Árnadóttir af störfum hjá ProMat sem tæknilegur stjórnandi og ráðgjafi. Við þökkum Þóru innilega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum, auk þess sem við óskum henni velfarnaðar í nýju verkefni.

Við þetta verða einnig þær breytingar að námskeiðshald og ýtarlegri ráðgjöf færist yfir til Rannsóknarþjónustunnar Sýni, en áfram er hægt að hafa samband við okkur vegna þessara verkefna í síma 464-3812 og munum við koma beiðnum á framfæri til ráðgjafa hjá Sýni.

Kristbjörg Góa Sigurðardóttir tók við af Þóru sem tæknilegur stjórnandi, en Góa, eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið hjá ProMat í tæp 8 ár og þekkir því starfsemi fyrirtækisins mjög vel. Góa er lærður kjötiðnaðarmaður og líftæknifræðingur B.Sc frá Háskólanum á Akureyri. Góa hefur hingað til séð um daglegan rekstur rannsóknastofuhlutans, verið staðgengill gæðastjóra, auk annara verkefna. Þessum störfum mun hún einnig sinna áfram.

Til að styrkja okkur á rannsóknastofunni enn frekar höfum við ráðið til okkar Ingu Ósk Jónsdóttur sem er að útskrifast núna í vor sem líftæknifræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri. Bjóðum við hana hér með hjartanlega velkomna til okkar.

Af þessum tilefnum fórum við starfsmenn ProMat (núverandi og fyrrverandi) út að borða á Múlaberg í síðustu viku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*