SWEDAC úttekt hjá ProMat

Promat ehf. birti undir Fréttir

Þann 13. október síðastliðinn fór fram reglubundin úttekt SWEDAC (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) á prófunarstofu okkar.  Stofan hefur verið með faggildingu skv. ISO 17025 síðan 2004 og koma úttektaraðilar frá SWEDAC núna á sextán mánaða fresti.

Úttektir utanaðkomandi aðila eru afar mikilvægar fyrir starfsemi okkar og náum við miklum og gagnlegum umræðum við úttektaraðila okkar.  Úttektin gekk mjög vel, niðurstaðan var aðeins eitt frábrigði og því augljóst að starfsmenn ProMat kunna sitt fag.

http://search.swedac.se/en/accreditations/1873/a000333-001

SWEDAC - logoSkildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*