Fyrirtækið

Til viðskiptavina Promats ehf.

Promat ehf. hefur verið í eigu Sýnis ehf. síðan 2005 og rekið sem sjálfstætt félag en nú hafa eigendur ákveðið að sameina félögin undir kennitölu Sýnis.

Engar aðrar breytingar eru fyrirhugaðar og áfram verður haldið að byggja upp öfluga prófunarstofu á Akureyri.  

Promat ehf. býður upp á ráðgjöf og þjónustu við matvælafyrirtæki og fóðurframleiðendur. Boðið er upp á örverumælingar, t.d. vegna mats á ferskleika, efnamælingar, aðstoð við uppsetningu og viðhald innra eftirlits, hreinlætiseftirlit og ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk í matvæla- og fóðuriðnaði. Promat er í samstarfi við Sýni ehf. í Kópavogi en þeir hafa m.a. verið verktakar ProMat í efnagreiningum.

Heildarlausnir fyrir fyrirtæki:

  • Gæðamál: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk
  • Efna- og örverumælingar: Geymsluþol, gæðakröfur, næringargildi
  • Úttektir á gæðakerfum: t.d. samkvæmt BRC
  • Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir
  • Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl.