Fyrirtækið

Promat ehf. býður upp á ráðgjöf og þjónustu við matvælafyrirtæki og fóðurframleiðendur. Boðið er upp á örverumælingar, t.d. vegna mats á ferskleika, efnamælingar, aðstoð við uppsetningu og viðhald innra eftirlits, hreinlætiseftirlit og ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk í matvæla- og fóðuriðnaði. Promat er í samstarfi við Sýni ehf. í Reykjavík en þeir hafa m.a. verið verktakar ProMat í efnagreiningum.

Heildarlausnir fyrir fyrirtæki:

  • Gæðamál: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk
  • Efna- og örverumælingar: Geymsluþol, gæðakröfur, næringargildi
  • Úttektir á gæðakerfum: t.d. samkvæmt BRC
  • Úttektir: Hreinlætisúttektir, vörumerkingar, framleiðsluvörur, farmúttektir
  • Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting o.fl.

Promat ehf. hefur faggildingu skv. ISO/IEC 17025 staðlinum fyrir algengustu örverumælingarnar.