Gæðastefna Promat ehf.

Stefna Promat ehf. í gæða­málum er að fyrir­tækið sé viðurkenndur aðili til rannsókna og prófana og upp­fylli þær kröfur sem liggja á starfs­sviði þess og gerðar eru til slíkra rannsóknastofa, hvort sem um opin­berar gæða­kröfur (ís­lenskar eða al­þjóð­legar) er að ræða eða frá við­skipta­vinum.

Promat ehf. ætlar að upp­fylla kröfur stað­alsins ÍST EN ISO/IEC 17025:2005.  Promat ætlar að veita bestu fáan­legu þjónustu á sviði prófunar fyrir mat­væla- og fóður­iðnað.  Promat mun fylgja þeim reglum um trúnað, óhlut­drægni og sjálf­stæði sem settar eru og munu verða settar um fag­gildar prófunarstofur. Til þess að sinna hlut­verki sínu mun Promat ávallt hafa hæft og vel menntað starfs­fólk sem og við­eigandi tækja­búnað og að­stöðu til prófana.

Það er mark­mið Promat að veita þjónustu sem er sam­keppnis­fær m.t.t. fag­legra krafna og af­greiðslu­tíma við hvaða rannsókna­stofu sem er.

Í þeim til­gangi að fram­fylgja gæða­stefnu fyrir­tækisins mun Promat:

  • Fram­fylgja og við­halda verk­lags­reglum í gæða­hand­bók og fylgi­bókum fyrir­tækisins.
  • Við­halda menntun og þjálfun starfs­fólks fyrir­tækisins á sviði að­ferð­a­f­ræði og gæða­stjórnunar.
  • Tryggja að allir starfs­menn séu upp­lýstir um gæða­kerfið og hafi að­gang að öllum skjölum gæða­hand­bókar og/eða fylgi­bóka sem að einhverju leyti tengjast starf­s­viði við­komandi starfs­manns.
  • Nota einungis viður­kennda undir­verk­taka í sér­verk­efnum.
  • Fylgjast með lög­gjöf, nýjungum og þróun sem snertir þjónustu­svið stofunnar.
  • Beita sér fyrir ráð­gjöf um réttar sýna­tökur og gildi þeirra með­al við­skipta­vina sinna.
  • Tryggja að farið sé með allar niðurstöður þjónustumælinga sem trúnaðarmál.