Saga ProMat

ProMat ehf. var stofnað árið 2004. Aðdraganda að stofnun fyrirtækisins má rekja til ákvörðunar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um að draga saman í þjónusturannsóknum á landsvísu og loka þjónustuútibúi sínu á Akureyri. Í kjölfarið tóku öflugir aðilar í matvælaiðnaði í Eyjafirði sig saman og stofnuðu eigið rannsóknaþjónustufyrirtæki og fékk það nafnið Rannsóknaþjónustan ProMat ehf. Með þessu náðist að halda þjónusturannsóknum í nærumhverfi fyrirtækjanna sem skipti þau miklu máli sem og að störf héldust í bænum sem annars hefðu hugsanlega tapast. Fyrstu mánuði starfseminnar var ProMat staðsett í Glerárgötu 36, en í lok árs 2004 flutti starfsemi ProMat í Austursíðu 2. Sumarið 2007 keypti Rannsóknarþjónustan Sýni ProMat og nafninu var breytt í ProMat Akureyri ehf. Þetta sama sumar flutti ProMat í það húsnæði sem það er í í dag að Furuvöllum 1. Árið 2020 var nafni ProMat breytt í ProMat ehf.

Í dag er ProMat í eigu Sýni ehf.